Jón Gísli til Hvíta Rússlands

Jón Gísli í íslenska landsliðsbúningnum. Mynd af FB
Jón Gísli í íslenska landsliðsbúningnum. Mynd af FB

Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, er á meðal tuttugu annarra sem Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla í knattspyrnu valdi í hóp sem fer til Hvíta Rússlands í lok janúar og tekur þar þátt í æfingamóti. Hann er á 16. ári en þrátt fyrir ungan aldur átti hann fast sæti í meistaraflokki Tindastóls síðasta keppnistímabil.

Jón Gísli hefur tekið þátt í einu landsliðsverkefni áður og var það fyrir undankeppni EM en hann spilar sem hægri bakvörður. 

„Þetta leggst mjög vel í mig og ég er bara spenntur fyrir þessu,“ segir Jón Gísli. En hver skyldu framtíðaráform hans vera: „Að ná sem lengst í boltanum. Þetta er auðvitað hvatning fyrir mig að ná lengra og er  þetta vonandi byrjunin á einhverju góðu.“

Mótið, sem er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018, fer fram í Hvíta Rússlandi dagana 21.-28. janúar næstkomandi og taka 12 lið þátt í því. Þegar riðlakeppninni er lokið hefjast innbyrðis viðureignir milli riðla og mun Ísland því í heildina leika fimm leiki.

HÉR má sjá hópinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir