Jólamót Molduxa á sínum stað

Tveir góðir á Jólamóti Molduxa fyrir fáum árum, Hugi Halldórsson og Sverrir Bergmann. Mynd: PF.
Tveir góðir á Jólamóti Molduxa fyrir fáum árum, Hugi Halldórsson og Sverrir Bergmann. Mynd: PF.

24. jólamót Molduxa verður haldið samkvæmt venju í Síkinu á Sauðárkróki annan dag jóla en þá mæta ungir sem gamlir Króksarar og leika körfubolta af miklum móð. Mótssetning hefst stundvíslega klukkan 10:55 með veitingu Samfélagsviðurkenningar Molduxa en strax á eftir eru fyrstir leikir flautaðir á. Keppt verður í einum flokki, og raðast lið saman eftir styrkleika strax að lokinni fyrstu umferð.

Liðsstjórar eru hvattir til að gera liðskönnun sem fyrst því skráningarfrestur rennur út á miðnætti 20. desember og samkvæmt áreiðanlegum heimildum skal skráningagjald einnig greiðast fyrir þann tíma. Gjald á hvert lið er kr. 15.000,- og rennur allur ágóði til styrktar körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem sér um dómgæslu og ritaraborð.

Skráning er á netfangið pilli@simnet.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir