Ísak Óli Traustason Íþróttamaður Skagafjarðar 2017

Íþróttamaður Skagafjarðar UMSS 2017 var valinn við Hátíðlega athöfn í Húsi frítímans í gærkvöldi. Frjálsíþróttamaðurinn Ísak Óli Traustason frá Tindastól hlaut titillinn að þessu sinni. Einnig var lið ársins valið og þjálfari ársins. Meistaraflokkur kvenna hjá Golfklúbbi Sauðárkróks var kjörið lið ársins og þjálfari ársins er  Israel Martin hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls.

Einnig var ungu og efnilegu íþróttafólki í Skagafirði veittar viðurkenningar. Á fésbókarsíðu UMSS segir að nokkur fjöldi þeirra hafi verið fjarverandi, en æfingabúðir landsliðsverkefna hjá KKÍ, KSÍ og SKÍ standa yfir dagana milli jóla og nýs árs og voru þau fjögur sem voru að taka þátt í þeim verkefnum.

Ísak Óli varð á árinu Íslandsmeistari 110 m grind utanhúss og í 60 m grind innanhúss og tók einnig þátt í Norðurlandamóti unglinga í fjölþraut og lenti þar í öðru sæti.

Þá bætti Ísak Óli persónuleg met í 14 greinum og má helst telja 1500m hlaup um 10.24 sekúndur, langstökk 0,49 m, hástökk um 7 sm, spjótkast um 5,39 og stangarstökk um 0,72 sm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir