Ísak Óli með silfur
feykir.is
Íþróttir
11.06.2017
kl. 17.38
Ísak Óli með silfrið. Mynd af Facebooksíðu FRÍ, Úrvals- og stórmótahópur unglinga 15-22 ára í frjálsum íþróttum)
Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason vann til silfurverðlauna í tugþraut á Norðurlandamóti unglinga U23 í fjölþrautum sem fram fer í Kuortane í Finnlandi nú um helgina. Fimm íslenskir keppendur eru þátttakendur í mótinu. Að loknum fyrri deginum voru tveir Íslendingar í tveimur efstu sætunum í tugþraut, þeir Tristan Freyr Jónsson úr ÍR sem var á toppnum og Ísak Óli sem fylgdi fast á eftir honum.
Tristan Freyr þurfti að hætta keppni í dag en Ísak Óli, sem keppti í flokki 20-22 ára karla, stóð sig frábærlega í þrautinni og var heildarstigafjöldi hans 6.397 stig. Til hamingju með árangurinn Ísak Óli.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.