Hart barist á jólamóti Tindastóls í Júdó

Iðkendur Tindastóls sem kepptu á Jólamótinu. Mynd: Katharina Sommermeier.
Iðkendur Tindastóls sem kepptu á Jólamótinu. Mynd: Katharina Sommermeier.

Jólamót Tindastóls í Júdó fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær og voru keppendur alls 22 frá fjögurra til sautján ára aldri. Jólamótið markar lok haustannar hjá júdódeildinni og er opið öllum iðkendum Tindastóls.

Á heimasíðu Tindastóls segir að líkt og áður hafi verið hart barist í glímum og mörg flott tilþrif hafi sést. Eftir mót fengu allir gullpening í verðlaun og boðið var upp á pítsur, sem flestir höfðu góða lyst á.

Á Tindastóll.is er hægt að sjá öll úrslit og ótal myndir sem Katharina Sommermeier tók á mótinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir