Gunnar Bragi lék fótbolta við börn í flóttamannabúðum

Gunn­ar Bragi á fót­bolta­vell­in­um í gær. Mynd/​UN­RWA
Gunn­ar Bragi á fót­bolta­vell­in­um í gær. Mynd/​UN­RWA

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra Íslands og Króksari, brá undir sig betri fætinum í heimsókn um Miðausturlönd í gær þegar hann skellti sér fótbolta við börn í flótta­manna­búðum fyr­ir Palestínu­menn í Bet­lehem. Gunnar Bragi hefur bæði heim­sótt Ísra­el og Palestínu. Í dag er ráðgert að hann fari til Jórdan­íu. 

mbl.is greindi frá þessu í gær en samkvæmt fréttinni er smíði vallarins hluti af verk­efni Sam­einuðu þjóðanna sem miðar að því að ná fram frið með þátt­töku í íþrótt­um. Völl­ur­inn er hluti af svo­kölluðum barn­væn­um svæðum sem reisa á meðal ann­ars í flótta­manna­búðum og er völl­ur­inn fyrsta slíka svæðið.

„Sagði Felipe Sanchez, yf­ir­maður verk­efn­is­ins á Vest­ur­bakk­an­um, að barn­vænu svæðin væru full­kom­inn vett­vang­ur fyr­ir börn sem byggju við erfiðar aðstæður að leika sér og kynn­ast nýj­um vin­um. Í búðunum byggju þau við ít­rekað of­beldi, tára­gas og fleira sem gerði líf þeirra erfitt,“ segir í frétt mbl.is

Gunn­ar Bragi og tveir aðrir Íslend­ing­ar mætt­u til leiks klæddir ís­lenska bún­ingn­um. Auk Gunn­ars Braga spiluðu diplómat­ar frá fjöl­mörg­um lönd­um, yf­ir­maður verk­efn­is­ins og fleiri.

Fótafimi Gunnars Braga kom til umræðu á Stuðningsmannasíðu knattspyrnudeildar Tindastóls í gærkvöldi. „Tindastóll hefur verið að skoða leikmenn fyrir komandi keppnistímabil. Nú virðist leitinni vera lokið því Gunnar Bragi sem er í æfingabúðum í Betlehem hefur ákveðið að koma heim og leika með Tindastóli í sumar,“ sagði Ómar Bragi Stefánsson formaður knattspyrnudeildarinnar. 

Hóp­ur­inn sam­an á mynd. Mynd/​UN­RWA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir