Gamlársdagshlaupið á sínum stað

Frá Gamlársdagshlaupi á síðasta ári. Mynd: KSE.
Frá Gamlársdagshlaupi á síðasta ári. Mynd: KSE.

Hið árlega gamlársdagshlaup verður haldið á Sauðárkróki og hefst klukkan 13 fráíþróttahúsinu. Skráning skráning í anddyri að norðan frá klukka 12 og er ekkert þátttökugjald.

Að sögn Árna Stefánssonar, skipuleggjanda hlaupsins, verða um 30 útdráttarverðlaun að hlaupi loknu sem gæti þýtt að tíundi hver þátttakandi fengi verðlaun. Hann hvetur alla til að mæta, draga fram ónotuð hlaupaföt og skó og hafa gaman saman.

Vel á þriðja hundrað manns þreyttu gamlárshlaupið í fyrra, sjá HÉR

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir