Fjölnir og Breiðablik mæta í Síkið í Geysis-bikarnum
Fyrsta umferðin í Geysis-bikarnum í körfuknattleik kláraðist sl. mánudagskvöld en þá hafði meistaraflokkur karla hjá Tindastóli tryggt sig í 16 liða úrslit með sigri á Reyni Sandgerði.
Í hádeginu á þriðjudag var síðan dregið í 16 liða úrslit keppninnar og drógust Maltbikarmeistarar Tindastóls gegn 1. deildar liði Fjölnis og fengu heimaleik að auki. Engin stórveldi mætast innbyrðis í 16 liða úrslitum nema ef vera skildi KR gegn KR b. Átta Dominos-deildar lið eru eftir í keppninni.
Þá var einnig dregið í 16 liða úrslitum hjá konunum og fengu Stólastúlkur það verkefni að taka á móti Dominos-deildar liði Breiðabliks í Síkinu.
Leikið verður í Geysis-bikarnum dagana 15. - 17. desember en þegar Feykir fór í prentun var ekki búið að raða niður á leikdaga.
Þá er kannski rétt að minna á likinn í kvöld en þá koma Grindvíkingar í heimsókn í Síkið í sjöttu umferð Dominos-deildarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.