Eva Banton og Ólína Sif kveðja Stólana

Ólína Sif fyrirliði Stólanna spilar í kvöld síðasta leik sinn á tímabilinu. MYND: ÓAB
Ólína Sif fyrirliði Stólanna spilar í kvöld síðasta leik sinn á tímabilinu. MYND: ÓAB

Það eru ekki bara sviptingar hjá karlaliði Tindastóls í fótboltanum þessa dagana. Kvennalið Stólanna, sem spilar á Selfossi í kvöld, tekur nú einnig nokkrum breytingum en varnarjaxlinn Eva Banton hefur þegar sagt skilið við liðið og gengið til liðs við Þrótt Reykjavík og þá spilar fyrirliðinn, Ólína Sif Einarsdóttir, í kvöld sinn síðasta leik með Stólunum á þessu keppnistímabili.

Ólína og Eva hafa verið að spila vel í sumar og því talsverður söknuður af þeim. Tímabilið hjá Ólínu í boltanum í Bandaríkjunum er að hefjast og vitað að hún færi aftur utan á þessum tímapunkti. Samkvæmt upplýsingum Feykis er von á nýjum erlendum leikmanni til liðs við Stólana en stelpurnar eiga eftir að spila sjö leiki í deildinni. Þær eru nú á botni 1. deildar en hafa verið að stíga upp að undanförnu og eru til alls líklegar í komandi leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir