Enn golfað á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.11.2018
kl. 10.04
Veðrið hefur leikið við hvert andlit á Norðurlandi undanfarið og notuðu golfarar á Sauðárkróki sér blíðuna í gær og brugðu sér í hádegisgolf á Hlíðarendavelli. Þar var 8 gráðu hiti og stafalogn.
Kristján Bjarni Halldórsson smellti mynd af þeim Reyni Barðdal, Mugg og Silla en þá Guðmund Gunnars, Simma Guðmunds, Steinar Skarp og Halla Malla vantaði í hópinn sem venur komur sínar alla jafna á völlinn í hádeginu, a.m.k. á sumrin.
„Völlurinn er ótrúlega góður. Smá bleyta á sjöundu og fjórðu braut en menn fara með hálft sett eða minna til að minnka álagið,“ segir Kristján.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.