Danero ekki með landsliðinu vegna mistaka
Morgunblaðið greinir frá því í dag að óvissa ríki með framtíð Daneros Axels Thomas, leikmann Tindastóls í körfunn, með íslenska körfuboltalandsliðinu. Danero lék sína fyrstu leiki fyrir fyrir Íslands hönd gegn Norðmönnum í vináttuleikjum í byrjun mánaðar. Daniero fæddist í New Orleans í Bandaríkjunum en flutti til Íslands fyrir sex árum og fékk íslenskt ríkisfang fyrr á árinu og varð því gjaldgengur með landsliðinu.
Morgunblaðið segir að vegna mistaka yfirvalda í New Orleans má Danero hins vegar ekki spila með landsliðinu um stund en persónuupplýsingar hans glötuðust í fellibylnum Katrínu sem reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna árið 2005 og þurfti hann því að sækja um ný skjöl. Í þeirri umsókn urðu hins vegar þau mistök að rangar upplýsingar fóru á skjölin sem þarf að lagfæra áður en hann fær að leika keppnisleiki fyrir Ísland svo ljóst er að hann leikur ekki gegn Portúgal nk. sunnudag. Vonast er til að allt verði klárt hjá hjá kappanum gegn Belgíu 29. nóvember en leikið er í forkeppni fyrir Evrópumótið sem fram fer 2021.
Nánar má lesa um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.