Byrðuhlaup UMF Hjalta á 17. júní
Sunnudaginn 17. júní verður keppt um titilinn Byrðuhlaupari ársins 2018. Farið verður af stað klukkan 11:00 frá Grunnskólanum að Hólum og hlaupið eða gengið upp í Gvendarskál. Keppt verður er í barnaflokki til og með 13 ára aldurs og í fullorðinsflokki. Boðið verður upp á hressingu í Gvendarskál og er frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu.
Hólabyrða er 1.244 m.y.s. og rís tignarlega yfir Hólastað í Skagafirði. Gvendarskál liggur við gönguleiðina á Hólabyrðu og fær fær nafn sitt frá Guðmundi góða Arasyni sem var biskup á Hólum í upphafi þrettándu aldar og gekk til bæna í skál í Hólabyrðu. Sjá nánar HÉR
Skráning á Facebooksíðu UMF Hjalta eða í síma 8466037 (Rina). Frítt er í hlaupið. Allir hjartanlega velkomnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.