Brynjar búinn að skrifa undir við Tindastól
Þá er það staðfest að KR-ingurinn, Brynjar Þór Björnsson, er kominn í raðir Tindastóls í körfuboltanum en skrifað var undir rétt í þessu í verslun Olís í Borgarnesi. Um hefðbundinn leikmannasamning er að ræða til tveggja ára með endurskoðunarákvæðum beggja aðila eftir ár. Einnig mun Brynjar Þór koma að þjálfun hjá unglingaráði.
Aðspurður um af hverju væri skrifað undir í verslun Olís í Borgarnesi segir Stefán Jónsson svarið við því einfalt: „Þetta er besta vegasjoppan á landinu!“ Stefán segir gríðarlega ánægju ríkja hjá stjórn körfuknattleiksdeildarinnar með komu Brynjars í liðið og ekki síður að fá hann í þjálfunina. Eftir því sem Feykir kemst næst mun Brynjar koma um miðjan ágúst.
Brynjar Þór hefur átt farsælan feril með KR m.a. átta sinnum orðið Íslandsmeistari þ.m.t. eftir harðvítugt einvígi við Tindastól í vor.
Feykir býður Brynjar velkominn í Skagafjörðinn og ekki síður Sigurrós Jónsdóttur, konu hans en hún mun starfa sem læknir við sjúkrahúsið á Króknum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.