Bestu og efnilegustu valin á uppskeruhátíð Tindastóls
Laugardaginn síðasta var haldin uppskeruhátíð meistaraflokka kvenna, karla og 2 fl. kvenna eftir viðburðaríkan dag þar sem karlaliðið náði að tryggja sér 8. sæti í 2. deild og 2. fl. kvenna kláraði sitt tímabil einnig. Meistaraflokkur kvenna átti líka góðu gengi að fagna og mun leika í Inkasso-deildinni á næsta tímabili.
Það var glaður hópur leikmanna sem kom saman á Mælifelli á Sauðárkróki, snæddi góðan kvöldverð og naut skemmtidagskrár undir öruggri stjórn vallarþular Sauðárkróksvallar, Guðbrands Guðbrandssonar. Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir tímabilið en þær hlutu eftirtaldir:
2. flokkur kvenna
Besti leikmaður - Vigdís Edda Friðriksdóttir
Efnilegasti leikmaður - Eva Rún Dagsdóttir
Besti liðsfélaginn - Kristrún María Magnúsdóttir
Meistaraflokkur kvenna
Besti leikmaður - Murielle Tiernan
Efnilegasti leikmaður - María Dögg Jóhannesdóttir
Besti liðsfélaginn - Bryndís Rut Haraldsdóttir
Meistaraflokkur karla
Besti leikmaður - Stefan Lamanna
Efnilegasti leikmaður - Jón Gísli Eyland Gíslason
Besti liðsfélaginn - Arnar Skúli Atlason
Heimild og myndir: FB-síða Stuðningsmenn knattspyrnudeildar Tindastóls/ Kristjana Jónsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.