Amanda Guðrún og Kristján Benedikt Nýprentsmeistarar

Flottir krakkar eftir vel heppnað golfmót. Mynd af gss.is
Flottir krakkar eftir vel heppnað golfmót. Mynd af gss.is

Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni fór fram á Hlíðarendavelli í gær 17. júní í léttri norðanátt og sól. Keppendur voru 38 talsins og komu víða að af Norðurlandi. Nýprentsmeistarar að þessu sinni urðu þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD (77 högg) og Kristján Benedikt Sveinsson GA (76 högg) en þann titil hljóta þeir kylfingar sem leika 18 holur á fæstum höggum.

Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks kemur fram að nándarverðlaun hafi verið veitt á 6/15 braut og vippkeppni fyrir alla keppendur að leik loknum.

Sigurvegarar í flokkakeppni voru eftirfarandi: 

18-21 ára drengir:
Kristján Benedikt Sveinsson GA, 76 högg
Víðir Steinar Tómasson GA, 82 högg
Þorgeir Örn Sigurbjörnsson GFB, 97 högg

18-21 ára stúlkur:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD, 77 högg

15-17 ára drengir:
Lárus Ingi Antonsson GA, 79 högg
Gunnar Aðalgeir Arason GA, 82 högg
Hákon Ingi Rafnsson GSS, 84 högg

15-17 ára stúlkur:
Andrea Ásmundsdóttir GA, 78 högg
Marianna Ulriksen GA, 84 högg
Sara Sigurbjörnsdóttir GFB, 98 högg

14 ára og yngri drengir:
Óskar Páll Valsson GA, 79 högg
Dagur Axelsson GA, 119 högg
Guðmundur Ingi Guðmundsson GA, 119 högg

14 ára og yngri stúlkur:
Anna Karen Hjartardóttir GSS, 99 högg
Kara Líf Antonsdóttir GA, 107 högg

12 ára og yngri drengir:
Veigar Heiðarsson GHD, 42 högg
Snævar Bjarki Davíðsson GHD, 47 högg
Skúli Gunnar Ágústsson GA, 49 högg

12 ára og yngri stúlkur:
Birna Rut Snorradóttir GA, 56 högg
Una Karen Guðmundsdóttir GSS, 57 högg
Rebekka Helena Róbertsdóttir GSS, 58 högg

Einnig var keppt í byrjendaflokki þar sem allir fengu verðlaun en ekki var raðað í sæti.
Næsta mót í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni verður haldið á Dalvík 15. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir