1,5 milljón til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls – Miðasala á úrslitaleikinn hafin
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja Körfuknattleiksdeild Tindastóls um kr. 1.500.000 vegna framúrskarandi árangurs í íþróttinni, þar sem liðið er komið í úrslit í bikarkeppni KKÍ. Byggðarráðið óskar Tindastóli góðs gengis í úrslitaleiknum nk. laugardag á móti KR og óskar liðinu jafnframt velfarnaðar í keppninni um íslandsmeistaratitilinn sem framundan er. Feykir tekur heilshugar undir það.
Miðasalan á úrslitaleik Maltbikarsins er komin í gang en hann fer fram kl 13.30 í Laugardalshöllinni nk. laugardag. Eina leiðin til að körfuboltadeildin fái prósentur af miðasölu er í gegnum netsöluna á Tix.is og haka við Tindastól. „Núna eru engar afsakanir teknar gildar og alger skyldumæting,“ segir Stefán Jónsson formaður.
Hægt er að nálgast miðasöluna HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.