Punghlíf af hentugri stærð. - Þráinn Freyr í Hinum brottflognu

 

Þráinn Freyr Vigfússon

Hver er maðurinn? Þráinn Freyr Vigfússon

 

Hverra manna ertu? Lollu(Lovísa Birna Björsdóttir) Bubba Guðna og Möggu í blómabúðinni og Fúsa(Vigfús Vigfússon) sem sá um Hótel Áningu í mörg mörg ár ásamt mörgu öðru.

 

Árgangur? 1981.

 

Hvar elur þú manninn í dag? Dvel mestan part vikunnar í eldhúsinu á Grillinu hótel sögu en þess á milli á ég mér samastað í íbúð í Gullsmáranum í Kópavogi, gullin fjárfesting frá árinu 2007, ekki myntkörfu þó.

 

Fjölskylduhagir? Ekki búinn að finna þá réttu þó að ég sé búin að vera að leita eins og villtur maður.

 

Afkomendur? Þeir koma þegar ég er búin að finna svarið við síðustu spurningu. 

 

Helstu áhugamál? Matur er náttúrulega bæði vinnan mín og mitt helsta áhugamál. Svo er það fótbolti og mótorsport.

 

Við hvað starfar þú? Ég ríf í pönnur á Grillinu á Hótel Sögu.

 

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

 

Heima er ..................... Krókurinn

 

Það er gaman.........................  að skemmta sér í góðra vinahópi

 

Ég man þá daga er........................ lífið snerist um að hoppa niður snjóhengjurnar í Litla-skógi.

 

Ein gömul og góð sönn saga.................. Fyrir mörgum árum síðan var ég plataður til að verja mark Tindastóls í knattspyrnu. Líklega út af hæðinni því mínir hæfileikar voru klárlega í framlínunni, Hvað um það, þegar ég var svona 14-15 ára sannfærði Árni Stef, mig og Ágúst nokkurn Inga Ágústsson markmann, að við myndum þurfa punghlíf ef ekki ætti illa að fara við boltavörsluna. Framtíð ættar okkar væri í húfi. Það var því ekki um annað að ræða en að kíkja í heimsókn í apótekið á Króknum og sjá hvort að slíkir gripir væru til sölu þar. Við stauluðumst inn og gengum beint að afgreiðsluborðinu og óskuðum eftir aðstoð frá ónefndri afgreiðsludömu. Það skal alveg viðurkennast að við vorum ekki að springa úr sjálfstrausti þegar við stóðum fyrir framan dömuna og spurðum mjög aumingjalega hvort að apótek Sauðárkróks ætti til punghlífar. Og við urðum ekki minna aumingjalegri þegar svarið var; „Jú við eigum svoleiðis til. Hvaða stærð viljið þið?? “ Við Ágúst horfðum hvor á annan og upphófst ein vandræðilegasta þögn síðari tíma, þangað til við loksins gátum stamað út úr okkur. „Uuu medium bara“. Ekki frásögu færandi nema að við lögðum hlífina á hilluna stuttu síðar.  Ekki merkileg saga en situr aðeins í manni.

 

 

(Spurt frá síðasta viðmælanda....................) Hvaðan kemur viðurnefnið „Kassi“ ?

 

Svar............Það er nú ekki svo flókið. Ætli það sé ekki af því að ég hef sjúklegan áhuga á ferköntuðum hlutum. Nei ekki alveg!

Það er komið frá Stefán Arnari Ómarsyni sem eyðir ótrúlegum tímum í að finna hin og þessi uppnefni!! Til að gera langa sögu stutta þá var Nissan Sunny bifreið sem ég átti með númerinu KZ 013 og þar dró hann út Kazzam og svo Kassi.

 

Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

 

Nafn............Ágúst Ingi Ágústsson

 

Spurningin er..................Það liggur beint við þar sem Stólarnir fellu nú í sumar að spyrja hvort við eigum eftir að sjá COME BACK hjá Groddaranum þegar námstíma líkur í dk, þar sem sá liðsauki myndi klárlega hjálpa til við að byggja upp stórveldið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir