Hinir brottflognu í loftið á ný
Nú er nokkur tími liðinn síðan Hinir brottflognu voru virkir hér á síðum Feykis.is en keðjan slitnaði fyrr í sumar. Nú tökum við þráðinn upp að nýju og það er tónlistarmaðurinn og stuðboltinn Binni Rögnvalds sem ríður á vaðið.
Hver er maðurinn? Brynjar Páll heiti ég , oftast kallaður Binni Rögnvalds, Binni Rögg eða hvað sem fólk vill kalla mig.
Hverra manna ertu? Einkaréttinn á mér eiga þau Rögnvaldur Valbergsson organisti og stórtónlistarmaður með meiru og hún Hrönn Gunnarsdóttir, kjötiðnaðarmaður og hressasta mamman í bænum.
Árgangur? 1984 . . og miðað við útreikninga mína þá var ég getinn um Verslunarmannahelgina .. hresst !
Hvar elur þú manninn í dag? Ég el sjálfan mig upp í Kópavoginum , nánar tiltekið í Kjarrhólmanum. .. rólegt og friðsamt hverfi fyrir æstan og ófriðsaman gaur eins og mig.
Fjölskylduhagir? Ég er ennþá svo mikið barn inn í mér að ég hef ekki viljað gera heiminum það að koma með annað eintak af mér inn í þennan heim... og ég er semsagt á laflausu stelpur !!
Afkomendur? Má ég telja upp hljóðfærin mín hérna ?
Helstu áhugamál? Tónlistin og íþróttir númer eitt , tvö og þrjú... en annars er það bara þetta helsta .. djammið í góðra vina hópi.
Við hvað starfar þú? Ég starfa sem tölvari hjá Reiknistofu Bankanna og get því miður ekki útskýrt það starf mikið frekar . . enda líki ég mér oft við Chandler í Friends... það veit enginn við hvað ég vinn nákvæmlega.
Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.
Heima er .....................Á Mælifelli.
Það er gaman.........................að dansa til að gleyma.
Ég man þá daga er........................maður lét 50 kr. í spilakassann í Skaffó og vann sér inn nógan pening til að kaupa nýjustu smáskífuna með Prodigy hjá honum Pétri í Hegra.
Ein gömul og góð sönn saga..................
Mér finnst ein saga alltaf nokkuð góð. Þetta hefur verið í kringum svona 1992-1993 þegar í Íþróttahúsinu var haldin stór sýning , þar sem fyrirtæki í bænum kynntu þjónustu sína. Ég man að mamma var þarna að kynna fyrir Kjötvinnsluna og ég hékk liðlangan daginn þarna og drakk og borðaði frá öllum. Og eftir alla gosdrykkjuna fylgdi náttúrulega í kjölfarið að ég þurfti að skvetta af mér vatni, þannig að ég skellti mér yfir í básinn hjá Ó.K.Gámaþjónustu , þar sem Ómar og Binný voru að kynna ferðakamra. Ég vippaði mér inn í einn og lét bara vaða , Binný til mikillar mæðu þar sem hún stóð fyrir utan dyrnar, bankandi og æpandi. Það var skömmustulegur lítill drengur sem að labbaði út úr þessum kamri stuttu seinna, enda ekki vinsælt að míga í sýningargrip greinilega.
Hvert er vandræðalegasta atvikið sem komið hefur fyrir þig á sviði?
Það hefur ansi margt skrautlegt komið fyrir mig á sviði, svosem falskur gítar, slitnað strengur, einn gítarleikari of drukkinn til að spila í hljómsveitinni og margt margt fleira. En ætli það vandræðalegasta hafi ekki verið þegar ég var í kringum 10 ára aldurinn og við nokkrir bekkjarfélagarnir vorum fengnir til að spila á tónleikum í tónlistarskólanum. Sjálfur var ég ekki í tónlistarskólanum því að ég var svo þrjóskur að ég neitaði að fara í skóla þar sem pabbi minn væri að kenna.. nóg væri nú að búa með honum alla daga. Allavega þá náði hann að plata mig til að spila á trommur í þessari hljómsveit hjá strákunum og á þessum einu tónleikum sem við spiluðum , þá náði ég að spila svo harkalega á trommurnar að ég yfirgnæfði klarinettleikarann okkar (Gest Hrannar, son Himma Sverris) og hann var svo svekktur við mig að hann talaði ekki við mig í nokkra daga eftir þetta. Þetta var ansi vandræðalegt ... þó meira fyrir hina í hljómsveitinni.
Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?
Nafn............. Þráinn Freyr Vigfússon.
Spurningin er.................. Hvaðan kemur viðurnefnið „Kassi“ ??
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.