"Ég var nú eiginlega ekkert drukkinn sko"

Hver er maðurinn?

Lárus Dagur Pálsson

 

Hverra manna ertu ?

Sonur Þeirra Páls Dagbjartssonar og Helgu Friðbjörnsdóttir í Varmahlíð

 

Árgangur?

1973

 

Hvar elur þú manninn í dag ?

Ég bý í Kópavogi og get staðfest að það er gott að búa í Kópavogi.

 

Fjölskylduhagir?

Í sambúð með Önnu Sif Ingimarsdóttur frá Ytra Skörðugili dóttir Ingimars Ingimarssonar frá Flugmýri og Kolbrúnu Ingólfsdóttir frá Hvamstanga.

 

Afkomendur?

Páll Ísak fæddur í september 1999 og Ingimar Albert fæddur í september 2007

 

Helstu áhugamál?

Hestar og körfubolti.

 

Við hvað starfar þú?

Framkvæmdastjóri Fjármálasviðs hjá BM Vallá

 

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

 

Heima er .....................best

 

Það er gaman.........................í góðra vina hópi

 

Ég man þá daga er........................Tindastóll var á toppnum í körfunni

 

Ein gömul og góð sönn saga..................Þær eru margar en mér dettur í fljótu bragði í hug eitt atvik úr körfunnni þegar Óli Barðdal var að byrja að æfa með meistarflokki og var að lýsa því fyrir okkur félögunum inn í búningsherbergi hversu verulega vel hann hefði fundið á sér kvöldið áður,  en varð í sömu andrá litið til vinstri þar sem þjálfarinn Páll Kolbeinsson sat og hafi lítið látið á sér bera.  Óli hafði ekki tekið eftir honum en um leið og hann horfði í augun á Páli varð Óla strax að orði  Nei nei annars ....ég var nú eiginlega ekkert drukkinn sko“ Hann hafði gert sér mikla vonir um að komast strax í liðið, en það tafðist nú í tja....í nokkur ár.....eða þannig lagað.  En þetta er góður drengur hann Óli.

 

 

Spurt frá síðasta viðmælanda....................  Hvernig mundir þú lýsa sjálfum þér sem hestamanni?

Svar............

Ég veit hvað snýr fram og aftur, hvað er upp og niður og hvar er best að sitja.

Annars mun ég sýna Haraldi Bjarkasyni það í leiðinni þegar ég hjálpa honum að reka upp á sláturbílinn í hesthúsinu hjá honum í vor.

 

 

 

Hvern villt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

Þrátt fyrir að svili minn og stórvinur Óli Pálmason frá Hofsósi hafi grátbeðið mig að skora á sig þá vil ég skora á ....

 

Nafn.............Óla Barðdal

 

Spurningin er..................Hvort líklegra sé að Danir fái að njóta hans nærveru næstu árin eða Íslendingar og þá jafnframt Skagfirðingar og nærsveitamenn?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir