Skagfirskir Blikar hampa Íslandsmeistaratitli

Íslandsmeistarar Breiðabliks í minnibolta 11 ára. Efri frá vinstri Þórólfur Heiðar Þorsteinsson þjálfari, Mikael Nökkvi Rafnsson, Rúnar Magni Rúnarsson, Sölvi Hrafn Arnarsson, Axel Kári Arnarsson, Logi Guðmundsson aðstoðarþjálfari, Mattías Örn Þórólfsson aðstoðarþjálfari. Neðri frá vinstri Áki Traustason, Benedikt Arnór Þórólfsson, Tómas Péturssoni. MYND AF KARFAN.IS
Íslandsmeistarar Breiðabliks í minnibolta 11 ára. Efri frá vinstri Þórólfur Heiðar Þorsteinsson þjálfari, Mikael Nökkvi Rafnsson, Rúnar Magni Rúnarsson, Sölvi Hrafn Arnarsson, Axel Kári Arnarsson, Logi Guðmundsson aðstoðarþjálfari, Mattías Örn Þórólfsson aðstoðarþjálfari. Neðri frá vinstri Áki Traustason, Benedikt Arnór Þórólfsson, Tómas Péturssoni. MYND AF KARFAN.IS

Karfan.is segir frá því að Breiðablik varð um helgina Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára drengja eftir úrslitamót í Glerárskóla á Akureyri. Það sem vakti athygli Feykis var að í liðinu voru þrír kappar sem allir eiga foreldra frá Sauðárkróki sem er auðvitað frábært.

„Blikar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína á lokamótinu á meðan að Stjarnan hafnaði í öðru sætinu með þrjá sigra og tvö töp. Í innbyrðisviðureign Breiðabliks og Stjörnunnar höfðu Blikar 7 stiga sigur 32-25, en önnur lið sem tóku þátt í þessu lokamóti voru Selfoss, Þór/Hamar, Stjarnan b og Sindri,“ segir í frétt Körfunnar.

Strákarnir sem um ræðir eru Rúnar Magni, Sölvi Hrafn og Axel Kári. Foreldrar Rúnars Magna eru Rúnar Svenna Siffa og Effa Bjössa Skarp og Ingu Möggu. Sölvi Hrafn er hægra megin við Rúnar og foreldrar hans eru Helga Hrönn Þorbjörnsdóttir (Árna) og Arnar. Axel Kári er loks hægra megin við Sölva en foreldrar hans eru Arnar Kárason (Mar) og Gunnhildur Árnadóttir (Stefáns og Herdísar).

Feykir óskar strákunum og foreldrunum til hamingju með titilinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir