Fréttir

KS styrkir Bocuse d´Or akademíuna

Á síðari degi atvinnulífssýningarinnar, sem haldin var á Sauðárkróki um helgina, var undirritaður samningur milli Kaupfélag Skagfirðinga og Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi, um að félagið haldi áfram að vera aðalstyrktaraðili meistarakokkanna en akademían stendur að baki landsliði matreiðslumanna sem þátt taka hverju sinni í alþjóðlegu Bocuse d´Or keppninni.
Meira

2.276.700 krónur söfnuðust handa Sauðárkróksbakaríi

Íbúar Skagafjarðar tóku heldur betur höndum saman þegar á þurfti nú á dögunum, en rúmar 2.2 milljónir söfnuðust fyrir Snorra Stefánsson, eiganda Sauðárkróksbakarís. Snorri varð fyrir miklu tjóni aðfaranótt 14. maí er bíl var ekið inn í bakaríið.
Meira

„Betri vinnutími“

Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í ríkari mæli inn í kjarasamninga og þá um leið án þess að laun skerðist á móti og er það vel.
Meira

75 ára afmælishátíð Byggðasafns Skagafjarðar á annan í hvítasunnu

Byggðasafn Skagafjarðar fagnar 75 ára afmæli mánudaginn 29. maí og í tilefni af því verður blásið til afmælishátíðar í Glaumbæ þann sama dag frá kl. 14:00 til 17:00. Það verður heldur betur þétt dagskrá fyrir sem hentar bæði ungum og öldnum til dægrastyttingar á annan í hvítasunnu.
Meira

Gult ástand á landinu í dag

Gul viðvörun vegna veðurs hefur þegar tekið gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og miðhálendið og mun taka gildi síðar á hverjum landshlutanum af öðrum, utan Austfirði sem sleppa alveg að þessu sinni.
Meira

Mette sigursæl á WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings

WR Hólamót UMSS og Skagfirðings fór fram síðastliðna helgi á Hólum í Hjaltadal. Mótið var vel sótt og sáust flottar sýningar og einkunnir. Öðrum framar í meistaraflokki stóð Mette Mannseth en hún sigraði í öllum hringvallagreinum og 100 metra flugskeið þar að auki.
Meira

Titlinum fagnað í troðfullum Miðgarði - Myndasyrpa

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldið í Miðgarði föstudaginn 19. maí að viðstöddu fjölmenni. Mikil gleði var við völd hjá þeim 330 manns sem sóttu hófið enda Tindastólsfólk í sæluvímu eftir að hafa hampað Íslandsmeistaratitlinum kvöldinu áður.
Meira

Ásdís og Guðmar verðlaunuð fyrir góðan námsárangur

Þriðja árs nemendur við Hestafræðideild Háskólans á Hólum héldu reiðsýningu síðastliðinn laugardag í tengslum við útskrift þeirra frá skólanum. Við tilefnið voru veitt tvenn verðlaun fyrir góðan árangur í náminu. Að þessu voru það tveir Skagfirðingar sem hlutu þau.
Meira

Söfnun fyrir Snorra bakara lýkur í dag með hamborgaraveislu á Wok

Líkt og mörgum er enn í fersku minni varð Snorri Stefánsson, bakari og eigandi Sauðárkróksbakarí, fyrir því áfalli fyrir stuttu að keyrt var inn í bakaríið hans aðfararnótt 14. maí. Snorri hafði þá nýverið keypt bakaríið.
Meira

OK færði viðskiptavinum sínum óvæntan glaðning í tilefni af titli

Það er óhætt að fullyrða að flestir ef ekki allir stuðningsmenn Stólanna svífi enn á sæluskýji eftir lið Tindastóls nældi loks í Íslandsmeistaratitilinn í körfubolti. Árangurinn hefur vakið mikla og jákvæða athygli og gaman að fylgjast með því hversu margir hafa samglaðst Tindastólsfólki og Skagfirðingum. Nú í morgun fengu síðan 27 viðskiptavinir OK (Opinna Kerfa) á Sauðárkróki óvæntan glaðning því fyrirtækið, sem er með útibú á Króknum, hafði fengið Sauðárkróksbakarí til að baka veglega súkkulaðitertu til að færa viðskiptavinum sínum í tilefni meistaratitilsins.
Meira