Fréttir

Sauðárkróksbakarí opið á ný

Sauðárkróksbakarí opnaði á ný í morgun eftir að hafa verið lokað í tæpar tvær vikur eftir að bíl var ekið inn í afgreiðslu bakarísins aðfaranótt 14. Maí.
Meira

Fyrirhuguð verkföll BSRB hafa mikil áhrif í Skagafirði

Að öllu óbreyttu er hluti starfsfólks sveitarfélagsins Skagafjarðar á leið í verkfall þar sem Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþágu er innan BSRB. Að svo stöddu ná verkfallsboðanir til félagsmanna Kjalar sem starfa í sundlaugum, íþróttamannvirkjum, leikskólum, ráðhúsi, þjónustumiðstöð og Skagafjarðarveitum.
Meira

Stólastelpur lögðu Stjörnuna í Bestu deildinni í gær

Stelpurnar í Tindastól sýndu það í gær að ekkert aðkomulið getur bókað stig á Króknum í Bestu deildinni í fótbolta þegar þær gerður sér lítið fyrir og sigruðu Stjörnuna sem íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáði að myndi enda í 1. sæti deildarinnar. Með sigrinum lyftu Stólar sér af botninum og komu sér fram fyrir FH og Selfoss á stigatöflunni með 5 stig eftir einn sigur og tvö jafntefli.
Meira

Fegurðin í körfuboltanum :: Leiðari Feykis

Það hafa verið sannkallaðir sæludagar í Skagafirði undanfarið eins og glöggt má sjá í Feyki vikunnar. Eftir langan og erfiðan vetur voraði vel hjá körfuboltaunnendum og uppskeran, eftirsóttasti bikar Körfuknattleikssambands Íslands, komin í hús.
Meira

Ingvi Rafn stýrir Kormák/Hvöt út tímabilið

Ingvi Rafn Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar og mun stýra liðinu út leiktímabilið. Hann tekur við af Aco Pandurevic sem lét af störfum síðastliðna helgi.
Meira

Starfsmann vantar í Fab Lab

Fab Lab Sauðárkrókur leitar nú að starfsmanni til að hanna og skrá (github) verkefni á sviði KiCad rafrásahönnunar og forritunar. Verkefnin verða síðar notuð til kennslu í grunn- framhalds- og háskólum eins og hentar hverju sinni. Í tilkynningu frá Labbinu er gerð krafa um íslensku og/eða ensku kunnáttu.
Meira

Ashouri í bann eftir olnbogaskot í andlit Hugrúnar

Það er ekki bara Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður FH, sem þarf að þola það að vera settur í bann fyrir fólskubrot í fótboltanum því Shaina Faiena Ashouri, leikmaður FH í Bestu deild kvenna, hefur einnig verið úrskurður í eins leiks bann eftir atvik sem varð í leik Tindastóls og FH þann 7. maí síðastliðinn er hún gaf Hugrúnu olnbogaskot í andlitið.
Meira

Brosið allsráðandi á afmælisdegi Árskóla

Árskóli á Sauðárkróki fagnaði 25 ára afmæli þann 16. maí síðastiðinn og það eitt og annað gert til að fagna tímamótunum. Feykir hafði samband við listamanninn Guðbrand Ægi Ásbjörnsson, myndmenntakennara með meiru, og sagði hann alla árganga skólans hafa verið með viðburði eða verkefni í sínum stofum eða í matsalnum. „Loppumarkaður á þekjunni, bóksala í tveimur stofum og veitingasala var í matsalnum,. Svo stýrði Logi dansi í íþróttahúsinu en þar voru vinaliðar líka með sína leiki,“ segir Ægir sem hannaði afmælismerki í tilefni tímamótanna.
Meira

„Ég held að geggjun sé vægt til orða tekið“

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hafa með vegferð Tindastóls í gegnum úrslitakeppnina að það eru flestallir stuðningsmenn liðsins merktir Stólunum í bak og fyrir. Það er Þröstur Magnússon í Myndun á Sauðárkróki sem hefur eytt ófáum klukkutímunum í að framleiða allt milli himins og jarðar svo allir sem vilja geti borið Tindastólsmerkið með stolti. Í lokaviku einvígis Vals og Tindastóls bættist síðan við heilmikil prentun vegna atvinnulífssýningar á Króknum og framleiðsla á sérstökum Íslandsmeistarabolum en salan hefur farið frábærlega af stað.
Meira

Syngur einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg

Ólafur Freyr Birkisson mun syngja einsöng annað kvöld á tónleikum Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg. Ólafur er frá Höllustöðum í Blöndudal, sonur Kristínar Pálsdóttur og Birkis Hólm Freyssonar.
Meira