Andri Snær og Sara Líf stóðu sig vel í hrútadómum óvanra

Hér má sjá mynd af þremur efstu í flokkri óvanra. Frá vinstri: Sara Líf Stefánsdóttir (3. sæti), Andri Snær Björnsson (1. sæti) og Kristvin Guðni Unnsteinsson (2. sæti). MYND AF FB-SÍÐU SAUÐFJÁRSETURS Á STRÖNDUM
Hér má sjá mynd af þremur efstu í flokkri óvanra. Frá vinstri: Sara Líf Stefánsdóttir (3. sæti), Andri Snær Björnsson (1. sæti) og Kristvin Guðni Unnsteinsson (2. sæti). MYND AF FB-SÍÐU SAUÐFJÁRSETURS Á STRÖNDUM

Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum er nýr Íslandsmeistari í hrútadómum. Hann sigraði eftir harða keppni á Sauðfjársetrinu í Sævangi sl. sunnudag. Í öðru sæti varð Jón Þór Guðmundsson á Galtarholti í Hvalfjarðarsveit og þriðja varð Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð á Ströndum. Bæði Jón Þór og Hadda hafa áður unnið Íslandsmeistaratitil en frá þessu segir á FB-síðu Sauðfjárseturs á Ströndum.

Í flokki óvanra sigraði Andri Snær Björnsson á Ytra-Hóli í A-Hún og Kristvin Guðni Unnsteinsson 12 ára á Klúku í Miðdal á Ströndum varð í öðru sæti. Þriðja varð Sara Líf Stefánsdóttir bóndi í Fagranesi í Langadal í A-Hún.

Þess má geta að Andri Snær er sonur Björns Þormóðs Björnssonar og Dagnýjar Rósu Úlfarsdóttur en Sara Líf er aftur á móti dóttir Hrafnhildar Guðjónsdóttur og Stefáns Vagns Stefanssonar þingmanns.

Fram kemur í færslu Sauðfjárseturs að alls tóku 65 keppendur þátt í Íslandsmótinu í hrútadómum og milli 4-500 manns mættu á þennan skemmtilega dag og áttu góða stund saman.

Hægt er að skoða myndir frá keppninni og lesa fleiri fréttir frá Sauðfjársetrinu á Ströndum hér >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir