Vörumiðlun ehf tekur yfir flutningarekstur KSH

vorumidlunUndanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður milli Kaupfélags Steingrímsfjarðar og Vörumiðlunar ehf. á Sauðárkróki um að Vörumiðlun ehf. taki við flutningarekstri kaupfélagsins. Viðræður gengu vel og náðist sátt um samninga á milli viðkomandi aðila í lok síðustu viku.

Skrifað var undir samninga þann 27. nóvember síðastliðinn um að Vörumiðlun ehf. taki alfarið yfir allan flutningarekstur kaupfélagsins frá og með 1. desember 2009.
Vörumiðlun ehf. var á stofnuð árið 1996 með samruna Flutningadeildar KS og Vörufl. Magnúsar Svavarssonar á Sauðárkróki. Varð þá þegar til öflugt flutningafyrirtæki með afkastamikinn flota flutningatækja af ýmsu tagi. Á árinu 2004 voru síðan flutningafyrirtækin Húnaleið á Skagaströnd og Tvisturinn á Blönduósi sameinuð Vörumiðlun. Að endingu var flutningadeild KVH á Hvammstanga seld Vörumiðlun. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru að Eyrarvegi 21 á Sauðárkróki en að auki hefur fyrirtækið húsnæði á Blönduósi og á Skagaströnd.

Undanfarin ár hafa verið Kaupfélagi Steingrímsfjarðar erfið í rekstri hvað snýr að flutningunum og því er rökrétt skref að efna til samstarfs við sterkan flutningsaðila, sem Vörumiðlun er, við að sinna þeirri þjónustu sem félagið hefur verið að veita á hagkvæmari máta. Kaupfélag Steingrímsfjarðar mun hér eftir verða afgreiðsluaðili Vörumiðlunar ehf. á Hólmavík og verður óbreytt fyrirkomulag frá því sem verið hefur hvað varðar þjónustu, áætlanir og afgreiðslu.

/Strandir.is

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir