Vortónleikar Tónlistarskóla A-Hún.

Vortónleikar Tónlistaskóla A-Hún eru jafn árvissir og koma lóunnar á vorin en að þessu sinni verða tónleikarnir haldnir  dagana 27. – 29. apríl.

Mánudaginn 27. apríl verða þeir á Húnavöllum og hefjast kl. 15:00, þriðjudaginn 28. apríl verða þeir í Hólaneskirkju á Skagaströnd og hefjast kl. 17:00 og miðvikudaginn 29. apríl verða þeir í Blönduósskirkju og hefjast kl. 17:00. Allir velkomnir.

Skólaslit verða 17. maí og verða þau auglýst nánar síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir