Vorhreinsun á Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
08.05.2009
kl. 09.32
Þó að veðrið í dag sé ekki það besta til vorverka þá er samt ágætt að huga að þeim og til að létta íbúum á Hvammstanga og Laugarbakka þau munu starfsmenn áhaldahúss og vinnuskóla sjá um að fjarlægja garðaúrgang sem settur er út fyrir lóðamörk.
Fólk er beðið um að halda trjágreinum, timbri, grjóti og gróðurleifum aðskildum en hreinsunarliðið verður á ferðinni vikuna 25.-30. maí nk.
Kurlarinn verður að störfum í sumar uppi á Ás, svæðinu fyrir garðaúrgang á Hvammstanga. Íbúum gefst kostur á að nálgast trjákurl þar.
Kurlarinn verður líka á Laugarbakka, íbúar geta síðan nálgast kurlið og notað í beð og stíga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.