Vorblíða næsta sólahringinn

Þeir sem ætla að sækja sér jólatré, skreppa á jólamarkað nú eða bara að klára útiskreytingar geta tekið upp fjórfalda jólagleði því spáin er útivistarvæn næsta sólahringin. Þeir sem eru farnir að þrá jólasnjó verða að bíða örlítið lengur.

Spáin gerir ráð fyrir suðaustan 5-10 m/s og rigningu eða súld með köflum, en 8-15 eftir hádegi. Snýst í sunnan 5-10 seint í kvöld og síðan styttir upp. Austlæg átt, 5-8 og úrkomulið á morgun, en dálítil rigning síðdegis. Hiti 4 til 8 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir