Vonbrigði að enginn útrásarvíkingur lenti í steininum árið 2009

Á dögunum gátu lesendur Feykis.is tekið þátt í könnun um hver vonbrigði ársins 2009 voru. Mest var þetta til gamans að venju en þó var þeim sem töldu að vonbrigði ársins 2009 væru þau helst að enginn útrásarvíkingur lenti í steininum á árinu, ekki að grínast.

Í öðru sæti yfir mestu vonbrigðin var Icesave-vesenið og þriðja sætið vermdi skortur á ísbjörnum árið 2009 þar sem ekki einu sinni þriðji ísbjörninn lét á sér kræla. Skjaldborgin um heimilin á landinu voru fjórðu mestu vonbrigði ársins.

Það má því segja að eðlilega hafi kreppan og flest allt krepputengt verið ofarlega í huga þeirra sem þátt tóku á netkönnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir