Vinnuskólinn með slútt í dag

Fjöllistahópur Vinnuskólans

Í Vinnuskóla Skagafjarðar eru 135 unglingar úr 7.-10. bekkjum allra grunnskóla Skagafjarðar og eru hópar að störfum á vegum Vinnuskólans bæði á Sauðárkróki og Hofsósi auk þess sem hópur er á Hólum undir stjórn Hólamanna. Þeir hafa unnið allt frá 1 viku uppí 8 vikur í sumar, 6 tíma á dag og 4 tíma fyrir 7.bekk. Vinnuskólinn heldur í dag lokahátíð sína með grillveislu, ratleik og fleira fjöri.

 

 

 

Helstu verkefni vinnuskólans í sumar hafa snúið að undirbúningi komu fjölda gesta í sveitarfélagið en uppákomur hafa verið margar í sumar. Lummudagar og  síðan mótin þrjú Landsbankamót, Króksmót og Unglingalandsmóti.

Þá hefur vinnuskólinn unnið þau verk sem Garðyrkjudeild sveitarfélagsins hefur óskað eftir hverju sinni. Langflest verkefnin hafa verið á Sauðárkróki auk fjölda verkefna á Hofsósi, Varmahlíð og á opnum svæðum.

Þá hafa krakkarnir séð um að týna rusl eftir helgarskemmtanir og fleira. Þá voru flokkstjórar og unglingar á vakt um verslunarmannahelgina við að halda bænum hreinum.

  Sláttur deildin hefur einnig verið öflug en hópurinn hefur séð um slátt í 88 görðum í Skagafirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir