Vinnuskólinn í V-Hún hefst þriðjudaginn 2. júní
Nú þegar skólum fer að ljúka hefjast aðrar annir hjá skólakrökkum. Í vestur Húnavatssýslu er boðið upp á vinnuskóla eins og víst hvar annarsstaðar og hefst hann þriðjudaginn 2. júní.
Vinnutími fyrir ungmenni fædd árið 1994 er frá klukkan 8:30 til 12:00 árdegis og 13:00 til 16:00 síðdegis, frá mánudegi til föstudags.
Vinnutími fyrir ungmenni fædd árið 1995 er frá klukkan 8:30 – 12:00 eða 13:00 – 16:00 í 8 vikur í sumar.
Vinnutími fyrir ungmenna fædd árið 1996 er frá klukkan 13:00 – 16:00 í 4 vikur í sumar.
Laun:
16 ára (fædd 1993) ungmenni verða með 515,- kr. á tímann
15 ára (fædd 1994) ungmenni verða með 430,- kr. á tímann.
14 ára (fædd 1995) ungmenni verða með 370,- kr. á tímann.
13 ára (fædd 1996) ungmenni verða með 305,- kr. á tímann.
Skráning fer fram á skrifstofu Húnaþings vestra, sími: 455-2400
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.