Vinnufundi frestað
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.12.2009
kl. 09.39
Fyrirhuguðum vinnufundi um greiningu á þörfum íþróttahreyfingar í forgangsröðun íþróttamannvirkja sem halda átti á Sauðárkróki í dag hefur verið frestað.
Á fundinum átti að ræða um hvernig forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu gæti verið og litið til ýmissa þeirra tillagna og óska sem uppi eru í Skagafirði er lúta að íþróttastarfi í framtíðinni, þ.á.m. ,viðhaldi á mannvirkjum sveitarfélagsins, óskum um byggingu nýrra mannvirkja, tillögur í nýju rammaskipulagi fyrir Sauðárkrók og fleira. Er þetta liður í þeirri vinnu sem nú fer fram hjá Frístundasviði um þessi mál en áður hafa verið haldnir tveir fundir með íþróttahreyfingunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.