Vinaverkefnið fer af stað

vinaverkefnidNámskeið fyrir alla þá er koma að tómstunda- og íþróttastarfi með börnum og unglingum í Skagafirði verður haldið í Húsi Frítímans fimmtudaginn 10. desember nk. kl 15-19. Þar verður Vinaverkefnið, samstarfsverkefni leik-, grunn- og framhaldsskóla í Skagafirði, frístundasviðs, íþróttahreyfingarinnar og foreldra í Skagafirði.

Undirbúningsvinna að vinaverkefninu hófst á vordögum 2008.  Vinnuhópar voru myndaðir þar sem  varpað var fram eftirfarandi spurningu: Hvað geta foreldrar, leikskólar, grunnskólar, Fjölbrautaskólinn, íþróttafélög og aðrir aðilar sem koma frístundastarfi gert til að koma í veg fyrir vinaleysi barna og unglinga?

Vinateymi var sett á laggirnar í kjölfarið, Selma Barðdal Reynisdóttir uppeldis- og sálfræðiráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar veitir vinateyminu forstöðu.  Vinateymið hefur það hlutverk að leita leiða  og að samræma aðgerðir þeirra sem koma að starfi barna og unglinga til að uppfylla eftirfarandi aðalmarkmið verkefnisins:

Að ekkert barn í Skagafirði upplifi vinalausa æsku

Á námskeiðinu sem, Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur mun leiða verður farið yfir atriði eins og: Hvernig nýtum við okkar persónu í vinnunni ?– fagleg viðhorf til starfs.  Þroski barna og unglinga.  Agi – að setja mörk á uppbyggjandi hátt.  Að nálgast erfið og viðkvæm mál.  Samstarf við foreldra.  Fyrirlestrar og verkefni.

Til að Vinaverkefnið geti farið vel af stað hvetjum við alla er koma að starfi með börnum og unglingum að taka þátt í námskeiðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir