Villifé fannst við Draugagil

Á Húna.is er sagt frá því að ekki sé langt síðan útigöngufé var mikið í fréttum landsins en Blönduósingar þurfa ekki að leita langt yfir skammt eftir slíkum fréttum því að villifé hafi fundist í þéttbýlinu í gær.

„Samkvæmt áreiðanlegum heimildum unnu nokkrir mætir bændur af svæðinu í um fjórar klukkustundir í dag (í gær) við að bjarga tveimur lömbum við Draugagilið, þurftu þeir meðal annars að nota kaðla og síga eftir fénu. Lömbin voru vel haldin eftir veturgönguna enda veður búið að vera með eindæmum gott. Já, ævintýrin gerast enn.“

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir