Vill setja upp vatnsrennibraut

argardur_steinsstadir Friðrik Rúnar Friðriksson hefur fyrir hönd ferðaþjónustunnar á Steinsstöðum óskað eftir að fá langtímaleigusamning um sundlaugina á Steinsstöðum eða fá hana til kaups.

Jafnframt óskar hann eftir leyfi til að setja niður vatnsrennibraut við sundlaugina. Þá kemur fram í erindi  Friðriks Rúnars að viðhald á sundlauginni sé orðið mjög aðkallandi.
Var erindinu frestað en Byggðaráð Skagafjarðar óskar eftir því að  tæknideild sveitarfélagsins leggi mat á viðhaldsþörf mannvirkisins og kostnaðaráætlun vegna þess.
Er þetta í annað sinn sem sótt er um að fá að setja rennibraut við sundlaugina á Steinsstöðum en Friðrik Rúnar hefur átt gömlu rennibrautina úr Kópavogssundlaug í rúm tvö ár og hefur hug á að setja hana upp á Steinsstöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir