Vilja veðurmælistöð á Grímstunguheiði

Frá Húnavatnshrepp

Hreppsnefnd Húnavatnshrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti erindi frá Landsneti hf. fyrir uppsetningu og rekstri veðurmælistöðvar á Grímstunguheiði. Gera má ráð fyrir að veðurmælastöðin verði starfrækt í a.m.k. fimm ár.

 

Kom umsóknin til vegna ákvörðunar og staðsetningar nýrra flutningsvirkja raforku. Eins og áður sagði samþykkti hreppsnefndin erindið fyrir sitt leyti en vísaði erindinu að öðru leyti til sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir