Vilja úrbætur við Suðurveg
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
24.11.2009
kl. 11.04
Íbúar við Suðurveg 10 - 30 á Skagaströnd hafa sent sveitarstjórn bréf þar sem þess er farið á leit að við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2010 verði gerti ráð fyrir úrbótum aðkomu umræddra húsa við Suðurveg með því að malbika og ganga frá yfirborði heimkeyrsla að húsunum.
Sveitastjórn Skagastrandar tók á fundi sínum á dögunum ekki afstöðu til erindisins heldur vísaði því til gerðar fjárhagsáætlunar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.