Vilja úrbætur á veginum um Vatnsnes

Vatnsnesfjall

Framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands ehf. hefur sent Byggðaráði Húnaþings vestra erindi þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af ástandi og merkingum vega á Vatnsnesi

Eins lagði hún fram hugmyndir að uppsetningu upplýsingaskilta. Í umfjöllun um máið ítrekaði Byggðaráð  mikilvægi þess að sett verði bundið slitlag á héraðs-og tengivegi samkvæmt fyrirliggjandi tillögum um forgangsröðun. Þá lagði Oddur Sigurðsson fram eftirfarandi bókun. - Ég undirritaður legg til að á Vatnsnesvegi nr. 711, Síðuvegi nr. 716 og Borgarvegi nr. 717 verði sett upp skilti nr. D-06.11 við öll útskot.
Merki þetta er notað á mjóum vegi þar sem sérstök aðstaða er til að mætasts eða aka framúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir