Vilja úrbætur á skólahúsnæði hið fyrsta

Skólaráð Árskóla á Sauðárkróki lýsir yfir þungum áhyggjum vegna húsnæðismála skólans. Í ályktun frá ráðinu segir að í mörg  ár hafi úrbóta verið beðið með mikilli þolinmæði,  þrátt fyrir að sú aðstaða sem nemendum er boðið upp á sé  langt undir þeim viðmiðum sem sett eru í grunnskólalögum.

Segir í ályktun ráðsins að ótækt sé að  úrbótum á skólahúsnæðinu verði slegið á frest öllu lengur. Skólaráð skorar því á sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að taka ákvörðun um framkvæmdir við Árskóla hið fyrsta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir