Vilja stórátak í uppbyggingu á Hveravöllum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.08.2009
kl. 08.29
Á fundi stjórnar SSNV sem haldinn var á Hveravöllum þann 12. ágúst síðastliðinn var m.a rætt um framtíðaruppbyggingu á Hveravöllum en stjórn SSNV hvetur til þess að gert verði stórátak í framtíðaruppbyggingu aðstöðu til móttöku ferðamanna á Hveravöllum.
Jafnframt skorar stjórnin á ferðamálayfirvöld landsins að koma myndarlega að þessu verki með heimamönnum. Stjórn SSNV heitir stuðningi við verkefnið eftir því sem aðstæður leyfa og ítrreka þá skoðun sína að verkefni þetta þoli enga bið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.