Vilja setja upp rennibraut
feykir.is
Skagafjörður
26.02.2010
kl. 13.30
Ferðaþjónustan á Steinsstöðum hefur annað árið í röð sent Byggðaráði Skagafjarðar bréf þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp vatnsrennibraut við sundlaugina á Steinsstöðum. Einnig er óskað eftir að fá núgildandi leigusamning um sundlaugina framlengdan um 2 - 5 ár.
Líkt og fyrir ári síðan felur Byggðarráð sveitarstjóra og tæknideild að skoða allar hliðar málsins, afla upplýsinga og leggja aftur fyrir byggðarráð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.