Vilja lóð undir veitingasölu
feykir.is
Skagafjörður
19.12.2008
kl. 07.39
Ásmundur Pálmason og Rita Didriksen hafa sótt um leyfi til umhverfis og skipulagsnefndar fyrir lóð við Sauðárkrókshöfn, nánar tiltekið við Suðurgarð þar sem þau fyrirhuga að koma upp veitingasölu.
Einnig óskuðu þau eftir stöðuleyfi fyrir söluvagn á lóðinni. Þar sem hafnarsvæði Sauðárkróks er í skipulagslegri meðferð frestaði nefndin afgreiðslu málsins og vísaði erindinu til gerðar deiliskipulags.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.