Vilja klára sparvöll í Varmahlíð fyrir veturinn

Reykjarhólsskógur Mynd:Nat.is

Stjórn Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára hefur sent sveitarfélaginu Skagafirði erindi þar sem óskað er eftir styrk til þess að félagið geti klárað gerð sparkvallar í Varmahlíð.

 Áður hafið verið gerður samningur við sveitarfélagið um gerð sparkvallar en þegar á reyndi reyndist gerð vallarins félaginu dýrari en áætlað var. Enn á eftir að ganga frá tengigrind til þess hægt sé að hita völlinn upp og gera hann hæfan til vetrarnotkunar.
Samhliða erindi Smárans var tekið fyrir erindi frá stjórn foreldrafélags Varmahlíðarskóla þar sem tekið er undir óskir Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára.
 
Byggðaráð hafði bókað á funsi sínum fyrr á árinu að reynti yrði að leita leiða til að tengja völlinn hita á árinu 2009. Óskar ráðið nú eftir upplýsngum frá  frístundastjóra og tæknideild um stöðu mála varðandi framkvæmdir,kostnað og rekstur sparkvalla í Varmahlíð, á Hólum og Hofsósi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir