Vilja fjölskyldur og atvinnulíf í forgang - strax

framsokn1Ungir framsóknarmenn í Skagafirði lýstu á fundi sínum í gærkvöld eftir þeirri gríðarlegu gengis hækkun sem Samfylkingin lofaði að kæmi strax við aðildar umsókn að ESB.
Í ályktun frá fundinum undrast ungir framsóknarmenn í Skagafirði  að nú séu öll ráðuneyti og stofnanir ríkisins í mikilli vinnu við aðildar umsókn á meðan atvinnuleysi eykst, heimilunum blæðir og skuldir almenings hækka. Og á meðan hrunið haldi áfram vinni  Samfylkingin hörðum höndum að gæluverkefni sínu í skjóli VG. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði krefjast þess að fjölskyldur og atvinnulífið verði strax sett í forgang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir