Vilja eflingu sveitastjórnarstigsins
Byggðaráð Skagafjarðar hefur sent ályktun til fjárlaganefndar Alþingis en ráðið á fund með nefndinni þann 30. september nk. Í ályktunninn segir m.a að byggðarlög um allt land eigi og verða að gegna lykilhlutverki í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Þegar þrengi að í þjóðfélaginu sé mikilvægt að stjórnvöld gleymi því ekki að þau sveitarfélög og svæði sem ekki nutu uppsveiflunnar eru enn síður í stakk búin til að takast á við aukna erfiðleika. Þau þurfi miklu fremur á því að halda að staða þeirra sé treyst til að þau, í samvinnu við ríkisvaldið, geti tekið þátt í endurreisnarstarfinu
Jafnframt segir að því sé nú mikilvægara en nokkru sinni fyrr að huga að eflingu sveitarstjórnarstigsins og stuðla að eflingu byggðarlaga utan höfuðborgarsvæðisins jafnhliða því að unnið sé að endurreisn atvinnulífs og samfélags á höfuðborgarsvæðinu. Þá viðurkennir byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar nauðsyn á hagræðingu i rekstri ríkisstofnana í Skagafirði, sem og annars staðar en leggur þunga áherslu á að fjárframlög verði ekki skert svo mjög að tilveru þeirra sé ógnað. Fyrirbyggja þurfi flutning verkefna frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins við þær aðstæður sem nú eru. Í þessu sambandi lýsir byggðarráð yfir miklum áhyggjum vegna boðaðs frumvarps um breytingar á dómskerfinu, sem munu leiða til skertrar þjónustu. Færa má sterk rök fyrir því að niðurlagning einstakra héraðsdómstóla á landsbyggðinni sé ekki vænlegasta leiðin til sparnaðar í dómskerfinu og leiði fremur til aukins kostnaðar ríkissjóðs og íbúa hinna dreifðu byggða.
Var sveitastjóra falið að senda ályktunina til Ríkisstjórnar Íslands,fjárlaganefndar Alþingis og þingmanna Norðvesturkjördæmis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.