„Vildi hafa læknana með því annars breytist ekki neitt“

Pálmi Ragnarsson í Garðakoti
Pálmi Ragnarsson í Garðakoti

Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti í Skagafirði greindist fyrir nokkrum árum með krabbamein og hefur hann barist af krafti við það síðan með hjálp eiginkonu sinnar, Ásu Sigurrósu Jakobsdóttur. Hann hefur einnig þurft að berjast við kerfið því læknar vildu ekki senda Pálma í meðferð í Þýskalandi er kallast Proton geislameðferð. Blaðamaður Feykis sótti hjónin heim í Garðakot, í þann mund sem þau afhentu Krabbameinsfélagi Skagafjarðar peningagjöf í nýstofnaðan utanfararsjóð félagsins, og tók þau tali.

Það var frænka Pálma sem kynnti hann fyrir manninum sem fyrstur Íslendinga hafði farið í Proton geislameðferðina. „Hann var svo indæll að hann kom bara til okkar hingað norður til okkar og sagði okkur frá þessu. Hann er mjög ósáttur út í læknakerfið hér á landi og vildi alls ekki að við reyndum að hafa samstarf við læknana hérna, færum bara beint út. En ég er svo þrár og sagði að ég vildi nú byrja á því að reyna að hafa læknana með því annars breytist ekkert.“

Pálmi segir meðferðina rosalega kostnaðarsama, hún kosti um sex milljónir, svipað og ný bifreið. „Ef þú berð þetta saman við eina bíldruslu sem kostar það sama, hvers virði er hún fyrir mannslífið,“ segir Pálmi og hlær. Hann segir ennfremur að bíldruslurnar skili fæstar einhverju aftur til samfélagsins en að við gerum það vonandi.

Pálmi opnaði sig varðandi veikindin og baráttuna við kerfið í viðtali við Feyki sem kemur út í dag.



Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir