Vikuleg starfsmannablogg
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
01.07.2009
kl. 08.53
Í heimasíðu Selasetur Íslands segir frá því að í sumar verði tekið upp á þeirri nýbreytni að birta vikuleg starfsmannablogg frá Selasetri Íslands
Þar fjalla starfsmenn persónulega um þau verkefni sem þeir eru að vinna að og þau ævintýri sem á daga þeirra drífur. Fyrsta bloggið skrifar Hrafnhildur Laufey Hafsteinsdóttir. Bloggið mun gefa góða hugmynd um það fjölbreytta starf sem unnið er innan veggja setursins og úti á Vatnsnesi. Eru lesendur hvattir til þess að senda starfsmönnum inn athugasemdir og hugmyndir.
Starfsmannabloggið má lesa hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.