Viðtal við Kobba í siglingaklúbbnum

Jakob Frímann Þorsteinsson

Fjöllistahópurinn fór og tók viðtal við Kobba sem er með siglingarnámskeiðin hjá Sumar -TÍM. Hann er ný búin að stofna siglingaklúbb hér í Skagafirðinum og við ákváðum að kynna okkur hann nánar. Kobbi var mjög hress og alveg til í viðtalið svo að við fórum til hans í Suðurgarð og tókum viðtalið og urðum aðeins fróðari um starfið þar. 

 

                                               

 

1.Hvaðan kom sú hugmynd að stofna siglingaklúbb?

 - Ég hef áður verið í siglingaklubb og svo vorum við búin að vera með þessi námskeið í tvö ár og það var nauðsynlegt að stofna klúbb til þess að halda utan um það að koma af stað siglingum.  

2.Hvað eru margir meðlimir í klúbbnum?

 - 50 manns  

3.Geta allir orðið meðlimir?

 - Já, allir sem hafa áhuga.  

4.Kostar það eitthvað?

 - Það mun kosta eitthvað en við erum ekki búin að ákveða hversu mikið.  

5.Hvar sigliði mest?

 - Fyrst og fremst í höfninni en við stefnum á að fara að sigla í skagafirði þegar við verðum betri.  

6.En hvernig er það eruð þið bara að sigla eða geriði meira saman?

 - Klúbburinn er ný stofnaður en við ætlum svo að smíða bæði hús og báta fyrir hann.

7.En ef við snúum okkur að þér, Hvenær fékkstu fyrst áhuga á bátum og siglingum?

 - Það var í Nauthólsvík í siglingarklúbbnum Siglunesi þegar ég var 20 ára. Þá fór ég að kenna siglingar.  

8.Hvenar eignaðist þú fyrsta bátinn þinn?

 - á ekki og hef aldrei átt.  

9.Hver er uppáhalds bátategundin þín?

 - Topper Tópas bátur  

10.Hvað finnst þér skemmtilegast við það að sigla?

 - Frelsið og þessi átök, vindur bátur og maður. Svo er það útivistin.  

11.Hvað er besta veðrið að þínu mati að sigla í?

 - Þokkalegur vindur og sól.  

12.En hvernig er að vinna með litlu krökkunum í sumartímanum á siglingarnámskeiðinu sem þú ert með fyrir þau?

 - Algjörlega frábært, þau eru algjörar hetjur og æðislega dugleg.  

13.En að lokum hvað er planið í framtíðinni? Ætlaru að sigla til Hawaii?

 - Koma klúbbnum á fæturnar til að fá kraftmikið siglingarstarf. Mig sjálfan hefur alltaf langað til að eignast skútu og mig langar allra helst að sigla útí Drangey. 

 

Viðtalið tóku þær Hrafnhildur Olga Hjaltadóttir, Harpa Siguðardóttir og Sif Guðjónsdóttir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir