Við sama heygarðshornið

Föstudaginn 29. janúar síðastliðinn á hinu háa Alþingi svarar forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir, undirbúinni fyrirspurn samflokksmanns síns, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, sem felur í sér að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið verði lagt niður í núverandi mynd, nokkuð sem er lengi búið að vera baráttumál fyrst Alþýðuflokksins og nú Samfylkingarinnar, sem tengir þetta baráttu fyrir aðild að Evrópusambandinu.

Þetta segir Gísli Árnason sveitarstjórnarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í aðsendri grein hér á Feyki.is og vill meina að samræðustjórnmál Samfylkingarinnar þessa dagana virðist „snúast um að beita afli og óvægni gegn öllu og öllum, með hótun um stjórnarslit, til að koma gæluverkefnum sínum í framkvæmd“. Gísli virðist ekki ánægður með samstarfsflokk VG í ríkisstjórn og segir að ekki verði betur séð en að Samfylkingin leggi mun meiri áherslu á að koma íslenskri þjóð undir erlend yfirráð en hagsmuni almennings í landinu.

Greinina má nálgast HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir