VG í Skagafirði vilja áfram Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

 Fundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði 30. janúar 2010, ítrekar áskoranir sínar til þingmanna og ráðherra VG, að tryggja áframhaldandi sjálfstætt Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og stöðu þess innan íslenskrar stjórnsýslu.

 Líkt og Feykir.is hefur áður greint frá er stefnt að því að sameina þrjú ráðuneyti í eitt atvinnumálaráðuneyti. VG ályktuðu á flokkráðsfundi sínum gegn sameiningu þessari en nokkrum dögum síðar sté Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustól alþingis og sagði sameininguna standa enda sé ákvæði um hana í stjórnarsáttmála VG og Samfylkingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir