Veturinn er kominn í Fljótin

2009-11-13 005Töluverð veðrabrigði hafa orðið í Fljótum allra síðustu daga.  Þar er allt orðið hvítt, og allt að hálfs metra djúpur snjór á veginum í Austur Fljótum á köflum.
  Á laugardagskvöld gerði myndarlegan hvell, og bjó náttúran þá til þennan ágæta abstrakt skúlptúr sem fylgir með á viðhengi (á Sólgörðum). Frést hefur af flutningabíl sem fór af stað og lenti þversum í Hólabrekkunni (rétt hjá Skeiðsfossi).

Texti og myndir. Arnþrúður Heimisdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir